Nafn skrár: | SigPal-1867-01-13 |
Dagsetning: | A-1867-01-13 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab.st. 13 Jan 1867 hiartk. gódi br. minn! ósköp gladdi mig góda bréfid þitt af 13 Decbr. sem mér barst i giærkvöld, fyrst og fremst af þvi þad færdi mér gódar fréttir af þér og húsbændum þínum sem eg hafdi ekki svo léngi frétt af, og óska eg ad gud gefi ykkur ad lifa nybirjada árid vid eins bærileg heilsu= kiör þvi gódrar er ekki ord= id ad vænta, líka þakka eg þér elsku br min fyrir allar útréttíngar og fyrirhöfn mina vegna, sem þú hefur leist af hendi riett eins og vanalega og betur enn mér getur dott= id i hug, frakkan sem St. er búin ad fá atla eg ad borga þvi ekki er honum kanské vissara ad eíga hann hiá mér, og þikir mér gott kaup þurfi eg ekki ad borga hann nema 13 eda 14 dali og bid eg þig géra svo vel og um= gangast hvurt borgunin fæst ekki hiá H Siv eptir inn= lægdri avísun, flaskan vona eg ad komi Siggu mini ad gódum notum Mad liúffeingt i þvi, eg skrifa þér seirna hvad eg frétti af flösk= uni og Siggu mini, gott er ad heyra endurbót og umsión skólans betri enn í fyrravetur, og vildi eg óska ad þad * búin ad grafa úr henni, vedur= áttan gód og blessud sídan jól nokkud frost hardur og vídast haglítid fiárpestin vída ad heyra væg, þó er hér dáid um 20, þad hefur víst verid skémti= legra hiá ykkur en okkur um jólin, en g.s.l. vid höfum þó hapt þad besta heilsuna, og hángi ketid, og eins og hun nípa gefur skir og rióma, heldur þikir mér leidinlegt br.m.g. ad láta hníta mér aptan i vaskin á kyrkjub. mál= inu sem líkast til er steindautt gott er alt gefíns og þad finst mér málsfærslan líka af þvi eg er dálítid ad fylgja tímanum þá á eg þessa götótta bók sem fólkid kallar albúm enn aungva mindina i hana nú lángar mig helst til ad eíga mindir af gömlu fólki og helst þeim sem mjer er vel vid enn þori aungvar ad bidja foláttu línurnar br.m.g. og brúk= adu böddu til baka, þvi mig gledja svo bréfin þín ástsamlega bid eg ad heilsa húsbændum þínum, og þvi sama á eg ad skila til þín þín elskand systir Sigr. Pálsdóttir eg atla ad bidja þig ad koma til skila innlögdum sedlum og sem fyrst til Mads |